![]() |
Aron Ingi, besti félaginn og Snævar Bjarki, besta ástundun, ásamt Heiðari þjálfara |
Í gær, fimmtudaginn 21. september, fór lokahóf yngri flokka fram á Arnarholtsvelli. Krakkarnir byrjuðu á því að spila 5 holur með alls konar tilbrigðum, t.d. að pútta örvhent, slá upphafshögg í
úlpu og stígvélum, kasta í stað þess á pútta á einni holunni og á 7. spiluðu allir með sundgleraugu. Að því loknu
fórum við inn í skála þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur og svala á meðan veittar voru viðurkenningar fyrir árangur sumarsins. Eftirtaldir hlutu viðurkenningu:
Besti félaginn: Aron Ingi Gunnarsson
Besta ástundun: Snævar Bjarki Davíðsson
Viðurkenningar fyrir fyrstu forgjafarlækkun:
Barri Björgvinsson
Elvar Karl Kristbjörnsson
Magnea Ósk Bjarnadóttir
Snævar Bjarki Davíðsson
Unnar Marinó Friðriksson
Þormar Ernir Guðmundsson
Mesta forgjafarlækkun þeirra sem ekki höfðu lækkað áður: Snævar Bjarki Davíðsson
Mesta forgjafarlækkun þeirra sem höfðu lækkað áður: Veigar Heiðarsson
Viðurkenningar fyrir frábæran árangur 2017:
Veigar Heiðarsson
Klúbbmeistari GHD 2017 í flokki 12 ára og yngri
Stigameistari á Norðurlandsmótaröðinni
Sigraði í móti á Áskorendamótaröðinni
Amanda Guðrún Bjarnadóttir
Klúbbmeistari GHD 2017 í kvennaflokki
Sigraði á fjórum stigamótum á Íslandsbankamótaröðinni (tók þátt í fimm)
Íslandsmeistari í holukeppni í flokki 17 – 18 ára
Stigameistari á Norðurlandsmótaröðinni í flokki 15 – 17 ára stúlkna
Stigameistari á Íslandsbankamótaröðini í flokki 17 – 18 ára stúlkna
Valin í Talent Panel GSÍ
Valin í landslið Íslands sem keppti á Evrópumóti stúlknalandsliða í Finnlandi
Valin til þátttöku á Duke of York, einu sterkasta unglingamóti sem haldið er
Arnór Snær Guðmundsson
Sigraði á stigamóti í Íslandsbankamótaröðinni
3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni
Valinn í landslið Íslands sem keppti á Evrópumóti piltalandsliða í Póllandi
Valin í Talent Panel GSÍ
Tók þátt í Opna breska meistaramóti unglinga, einu sterkasta unglingamóti sem haldið er
Lokamót Norðurlandsmótaraðarinnar fór fram laugardaginn 9. september. Alls tóku 42 kylfingar þátt í mótinu sem fram fór í blíðskapar veðri. Góð stemning var meðal keppenda við verðlaunaafhendinguna á pallinum við golfskálann. Afhent voru verðlaun bæði fyrir mótið sjálft sem og fyrir Norðurlandsmeistara sumarsins í hverjum flokki.
Úrslit úr mótinu í dag má sjá nánar inná golf.is.
Verðlaunahafar fyrir næstur holu voru:
4. hola: Alexander Franz Þórðarson GSS - 1,83 m
8. hola: Maron Björgvinsson GHD - 5,45 m
11. hola: Tumi Hrafn Kúld GA - 3,15 m
14. hola: Marianna Ulriksen GA - 3,00 m
18. hola: Björn Torfi Tryggvason GA - 2,12 m
Norðurlandameistarar 2017 urðu:
(jafnt var á stigum í 3 flokkum)
12 ára og yngri strákar:
Einar Ingi Óskarsson GFB &
Veigar Heiðarsson GHD
12 ára og yngri stelpur:
Kara Líf Antonsdóttir GA
14 ára og yngri strákar:
Mikael Máni Sigurðsson GA &
Óskar Páll Valsson GA
14 ára og yngri stelpur:
Anna Karen Hjartardóttir GSS &
Sara Sigurbjörnsdóttir
15-17 ára strákar:
Hákon Ingi Rafnsson GSS &
Lárus Ingi Antonsson GA
15-17 ára stelpur:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD
18-21 árs strákar:
Arnór Snær Guðmundsson GHD &
Stefán Einar Sigmundsson GA
18-21 árs stelpur:
Erla Marí Sigurpálsdóttir GFB
Í mótslok gæddu svo keppendur og aðstandendur sér á pylsum og smá-borgurum frá Fabrikkunni.
Við óskum öllum vinningshöfum til hamingju með flotta frammistöðu í dag og sjáumst aftur hress og kát á golfvellinum næsta sumar!
Um helgina fór lokamót Íslandsbankamótaraðarinnar fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Veður setti strik í reikninginn á mótinu en vegna þess þurfti að fella niður keppni á öðrum keppnisdegi og léku eldri flokkarnir því aðeins tvo hringi og þeir yngri einn.
Amanda Guðrún Bjarnadóttir sigraði á sínu 4 stigamóti af 5 í sumar og tryggði sér með því stigameistaratitilinn í flokki stúlkna 17 -- 18 ára. Amanda lék stórgott golf á lokadeginum og lauk leik á 75 höggum eða 4 yfir pari. Þetta er annað árið í röð sem Amanda verður stigameistari en í fyrra sigraði hún í flokki stúlkna 15 - 16 ára. Við óskum Amöndu til hamingju með frábært golfsumar.
Bændaglíman fer fram n.k. laugardag 2. september og verður ræst út af öllum teigum kl. 13. Skráning á golf.is og í golfskálanum. Mótsgjald 3.500 kall fyrir spil og mat.
Símanúmer í golfskála
466-1204