Golfklúbburinn Hamar

img_3089.jpg
Home

Íslandsmótið í holukeppni 2019

Íslandsmótinu í holukeppni er lokið á Garðavelli á Akranesi. Eins og við höfðum áður sagt frá á FB síðu GHD þá komst Amanda Guðrún Bjarnadóttir í undanúrslit í kvennaflokki og hafnaði að lokum i fjórða sæti. Sannarlega frábær árangur hjá henni og óskum við henni til hamingju. Íslandsmeistari varð Saga Traustadóttir GR.

Húsasmiðjumót 2019

Húsasmiðjumótið var haldið 22. júní og voru 27 sem tóku þátt

Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin með og án forgjafar, lengsta teighögg karla og kvenna, næst holu á 1 og 7 braut.

Úrslit mótsins

Punktar með forgjöf

1 Helgi Barðason 39 p

2 Sæmundur Hrafn Andersen 37 p

3 Indíana Auður Ólafsdóttir 34 p

Punktar án forgjafar

1 Karl Hannes Sigurðsson 26 p

2 Sigurður Hreinsson 24 p

3 Helgi Barðason 24 p

Lengsta teighögg

Konur – Dagný Finnsdóttir

Karlar – Helgi Barðason

Næst holu

1 braut Hjörtur Sigurðsson

7 braut Marsibil Sigurðardóttir

Opnunarmót GHD 2019

Opnunarmót GHD var haldið 15 júni og voru 23 sem tóku þátt

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin með með forgjöf og eitt sæti án forgjafar

Úrslit mótsins

Punktar með forgjöf

1 Valdemar Þór Viðarsson 35 punktar

2 Bjarni Jóhann Valdimarsson 34 punktar

3 Gústaf Adolf Þórarinsson 33 punktar

Punktar án forgjafar

Sigurður Jörgen Óskarsson 24 punktar

Opnun á vellinum 2019

Búið er að opna inn á allar sumarflatir og völlurinn því formlega opin

Minni á rástímaskráninguna, endilega nýtum okkur hana

Göngum vel um völlinn og lagfærum kylfu- og boltaför

Fréttir af herminum

Við erum að vinna í því að koma varpanum í herminum í lag. Verið er að panta nýja peru í hann. Í millitíðinni fáum við lánaðan varpa sem fer upp á morgun. Þeir sem eiga bókaðan tíma í herminn fyrri hluta dags á morgun geta þó spilað þar sem búið er að tengja sjónvarp við tölvuna. Það er því engin mynd á tjaldinu en hægt að sjá allt sem gerist á sjónvarpi til hliðar.

Page 3 of 51

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine