Golfklúbburinn Hamar

img_6023.jpg
HomeFréttirLokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka

20170921 185531

Aron Ingi, besti félaginn og Snævar Bjarki, besta

ástundun, ásamt Heiðari þjálfara

Í gær, fimmtudaginn 21. september, fór lokahóf yngri flokka fram á Arnarholtsvelli. Krakkarnir byrjuðu á því að spila 5 holur með alls konar tilbrigðum, t.d. að pútta örvhent, slá upphafshögg í

úlpu og stígvélum, kasta í stað þess á pútta á einni holunni og á 7. spiluðu allir með sundgleraugu. Að því loknu

fórum við inn í skála þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur og svala á meðan veittar voru viðurkenningar fyrir árangur sumarsins. Eftirtaldir hlutu viðurkenningu:

Besti félaginn: Aron Ingi Gunnarsson

Besta ástundun: Snævar Bjarki Davíðsson

Viðurkenningar fyrir fyrstu forgjafarlækkun:

Barri Björgvinsson
Elvar Karl Kristbjörnsson
Magnea Ósk Bjarnadóttir
Snævar Bjarki Davíðsson
Unnar Marinó Friðriksson
Þormar Ernir Guðmundsson                     

Mesta forgjafarlækkun þeirra sem ekki höfðu lækkað áður: Snævar Bjarki Davíðsson

Mesta forgjafarlækkun þeirra sem höfðu lækkað áður: Veigar Heiðarsson


Viðurkenningar fyrir frábæran árangur 2017:

Veigar Heiðarsson

Klúbbmeistari GHD 2017 í flokki 12 ára og yngri
Stigameistari á Norðurlandsmótaröðinni
Sigraði í móti á Áskorendamótaröðinni


Amanda Guðrún Bjarnadóttir                  

Klúbbmeistari GHD 2017 í kvennaflokki
Sigraði á fjórum stigamótum á Íslandsbankamótaröðinni (tók þátt í fimm)
Íslandsmeistari í holukeppni í flokki 17 – 18 ára
Stigameistari á Norðurlandsmótaröðinni í flokki 15 – 17 ára stúlkna
Stigameistari á Íslandsbankamótaröðini í flokki 17 – 18 ára stúlkna
Valin í Talent Panel GSÍ
Valin í landslið Íslands sem keppti á Evrópumóti stúlknalandsliða í Finnlandi
Valin til þátttöku á Duke of York, einu sterkasta unglingamóti sem haldið er

 

Arnór Snær Guðmundsson

Sigraði á stigamóti í Íslandsbankamótaröðinni
3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni
Valinn í landslið Íslands sem keppti á Evrópumóti piltalandsliða í Póllandi
Valin í Talent Panel GSÍ
Tók þátt í Opna breska meistaramóti unglinga, einu sterkasta unglingamóti sem haldið er

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine