Golfklúbburinn Hamar

img_3089.jpg
HomeFréttirAmanda sigraði og varð stigameistari

Amanda sigraði og varð stigameistari

Amanda-stigaUm helgina fór lokamót Íslandsbankamótaraðarinnar fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Veður setti strik í reikninginn á mótinu en vegna þess þurfti að fella niður keppni á öðrum keppnisdegi og léku eldri flokkarnir því aðeins tvo hringi og þeir yngri einn.

Amanda Guðrún Bjarnadóttir sigraði á sínu 4 stigamóti af 5 í sumar og tryggði sér með því stigameistaratitilinn í flokki stúlkna 17 -- 18 ára. Amanda lék stórgott golf á lokadeginum og lauk leik á 75 höggum eða 4 yfir pari. Þetta er annað árið í röð sem Amanda verður stigameistari en í fyrra sigraði hún í flokki stúlkna 15 - 16 ára. Við óskum Amöndu til hamingju með frábært golfsumar.

Share

Símanúmer í golfskála
466-1204

Joomla templates by Joomlashine